Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kristur með kórónu á höfði, á lítilli róðu frá fyrri hluta 13. aldar frá Limoges í Frakklandi. Róðan hefur áður verið fest á kross og slíkir krossar eru kallaðir Limoges-krossar. Á einhverjum tíma hefur verið settur rauður litur á enni og kinnar krists til að tákna blóðdropa undan (þyrni)kórónunni. Þessi róða er reyndar alls ekki með þyrnikórónur, ekki frekar en aðrar róður í rómönskum stíl. Þessum ámáluðu blóðblettum hefur verið bætt við eftir að gotneskir krossar fóru að tíðkast sem báru með sér meiri tjáningu tilfinninga. Þessi róða er úr Ásakirkju í Skaptártungu.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=328418

Mynd 27 af 32