Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kóróna í skjaldarmerki Íslands, hinu eldra af landvættaskjaldarmerkjunum og tók við af fálkamerkinu og þar áður því með útflatta þorskinum. Merkið var í gildi 1919-1944, þegar Ísland var enn í konungssambandi við Dani. Konungsúrskurður kvað á um að í merkinu skyldi vera krýndur skjöldur sem á væri fáni Íslands. Skjaldarmerkið teiknaði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari og útskurðarmeistari. Þetta tiltekna merki er 70x70 cm stórt, gagnskorið í tré. Ekki er vitað hvort Ríkarður hafi sjálfur skorið það en það hefur vissulega verið gert af færum myndskera og það kom til Þjóðminjasafnsins frá Alþingi. Síðara landvættamerkið sem tekið var í notkun eftir lýðveldisstofnunina er að sjálfsögðu kórónulaust. https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=318592
Mynd 20 af 32