Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kóróna efst á gylltri silfurnælu. Í nælunni er fangamarkið IHS, samandregið, þ.e. fangamark krists (þrír fyrstu stafirnir í nafninu Jesú á grísku). Þar í hangir lauf, eins konar A með legg yfir og er túlkað sem eins konar fangamark Maríu og vísi til Maríubænarinnar Ave Maria. Þótt gripurinn sé að líkindum ekki eldri en frá 18. öld þá fylgir honum sú áhugaverða saga að hann sé mun eldri og hafi verið verndargripur gegn svartadauða.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=335278

Mynd 12 af 32