Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kóróna á höfði skeggjaðrar, brynjuklæddrar veru. Veran er hluti af gagnskornu skreyti á rúmfjöl úr Dalasýslu. Rúmfjalir voru hafðar í rúmum í baðstofum. Á næturna var þeim stungið með ytri rúmstokknum og vörnuðu því að rúmfötin dyttu fram úr. Á daginn voru þær lagðar innst í rúmið, með skreyttu hliðina fram, eða lagðar á hnén þegar setið var við vinnu í rúminu og gegndu þannig hlutverki vinnuborðs. Mjög algengt er að bakhliðar rúmfjala séu þaktar grunnum rákum eða skurðum, enda voru þær gjarna notaðar sem skerborð, t.d. til að skera tóbak.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=345782

Mynd 11 af 32