Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kóróna yfir fangamarki Friðriks konungs 7. Fangamarkið er á skildi, einkennisspjaldi hafnsögumanns (lóðs). Skjöldurinn var í eigu Vedholms (Wedholms), veitingamanns og hafnsögumanns á Ísafirði. Þegar Kritsján 9. kom til Íslands 1874 skipaði hann Vedholm sem Kongelig Lods. Jón eða Jóhann Vedholm sagðist aldrei vita með vissu hvort fornafnið hann bar. Hann hefði átt tvíburabróður sem látist hafði úr barnaveiki fjögurra ára gamall og móðir þeirra hefði ekki vitað hvor dó, Jón eða Jóhann. Hann mun reyndar hafa heitið Jón en til varúðar skrifaði hann nafn sitt aldrei nema J. Vedholm. Hann dó árið 1906, þá 95 ára gamall en sagðist sjálfur þá fyrir löngu orðinn hundrað ára. Merkið bar hann til æviloka.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=333008
Mynd 13 af 32