Á þeysireið um Þjóðminjasafnið
  • Ratleikir eru skemmtileg leið til að kynnast Þjóðminjasafninu. Hér spreyta safnkennarar sig á ratleik.

Föstudaginn 3. apríl 2020 voru safnkennarar Þjóðminjasafnins, þær Hrafnhildur og Jóhanna, í beinni útsendingu á Facebooksíðu safnsins og fóru í gegnum einn af ratleikjum Þjóðminjasafnsins. Ratleikirnir eru góð leið til að kynnast safninu á léttan og líflegan hátt.

Lesa meira

Greining á beinagrind úr safni Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir samkvæmt lögum jarðfundna gripi og beinagrindur við kjöraðstæður. Hér gefur Joe Walser sérfræðingur munasafns innsýn í hvernig beinagrindur eru varðveittar og hvernig hægt er að nýta þær til rannsókna á lífi, heilsufari og lifnaðarháttum fólks fyrr á tímum. 

Lesa meira

Kristið goðaveldi, 1000-1200
  • Karólína Þórsdóttir segir frá kristnitöku Íslendinga og þeim breytingum sem kristnitakan hafði á norræna miðaldasamfélagið.

Farsóttir á Íslandi
  • Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir stiklar á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Svartidauði, mislingar, berklar og spænska veikin. Hér er stiklað á stóru um sögu farsótta á Íslandi.

Lesa meira

Málshættir
  • Nokkrir gripir af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins ásamt málshætti sem nefnir gripinn.

Ár hvert, þann 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni eru hér nokkrir gripir af sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár ásamt málshætti sem nefnir gripinn. 

Lesa meira

Þinn eigin Sölvi Helgason
  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Lesa meira

Litabók
  • Skemmtilegar myndir sem er hægt að prenta út og lita

Litabók með myndum af völdum gripum sem varðveittir
eru á Þjóðminjasafni Íslands. Teikning og uppsetning/Illustration and layout: Sól Hrafnsdóttir.

Lesa meira

Mjólkurpósturinn
  • Mismunandi mjólkurumbúðir

Á tímum þar sem margir fá matvörur sendar heim að dyrum í stað þess að fara í verslanir er gaman að líta til baka til þess tíma þegar mjólk var á sumum stöðum á landinu flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun í 60 ár
  • Ágúst Ólafur Georgsson segir frá Þjóðháttasafninu

Ágúst Ólafur Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns segir frá þjóðháttasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands

Lesa meira

Árabáturinn Ingjaldur í hús
  • 13. apríl árið 2004 var fyrsta grip grunnsýningarinnar, komið fyrir í sýningarsalnum. En hvernig komst árabátur inn í safnið?

Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.

Lesa meira