Fyrirlestrar og rit

Fyrirlestrar og rit

8.12.2015

Fyrsti minningarfyrirlestur Ásu G. Wright var fluttur á vegum Þjóðminjasafns Íslands þann 16.mars 1970.  Alls hafa verið fluttir þrettán fyrirlestrar á vegum sjóðsins og hafa þeir jafnframt verið gefnir út í sérprentuðum ritum á vegum safnsins.

Ritin eru fáanleg á pdf formati hér að neðan en þau má einnig nálgast í safnbúð Þjóðminjasafnsins. 

Árið 2009 kom út bókin Kona þriggja eyja, ævisaga Ásu G. Wright eftir Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing. Þar segir Inga Dóra sögu Ásu og byggir á rannsóknum á skjala- og bréfasöfnum, viðtölum við fólk sem þekkti Ásu og heimsóknum á staði þar sem hún bjó. Bókin er fáanleg í safnbúð Þjóðminjasafnsins.
13. Ole Villumsen Krog. Islands fine sølv. (Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 13)Reykjavík, 2009  (PDF - 3,93Mb)

Islands fine sølv er nýjasta ritið í fyrirlestraröð sjóðsins. Þann 18. nóvember 2007 flutti danskur silfurfræðingur,  Ole Villumsen Krog erindi um silfurarf Íslendinga og greindi þar frá rannsóknum sínum.  Ole fór  árunum 1977 og 1978 um landið ásamt starfsfólki Þjóðminjasafnsins og skráði silfur í kirkjum, söfnum og einkaeigu.

12. Sturla Friðriksson.  Ása Guðmundsdóttir Wright.Ævihlaup og athafnir.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 12)Reykjavík, 2006. (PDF - 5,34Mb)

Sturla Friðriksson flutti fyrirlestur um ævi og störf Ásu í Þjóðminjasafni Íslands þann 12.ágúst 2005. Í þessu riti  lýsir Sturla viðburðarríkri ævi frænku sinnar, Ásu Wright.

11. Geoffrey Batchen. Þegar þú þetta sérð. Ljósmyndun, saga, minning.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 11) Reykjavík, 2004. (PDF - 3,16Mb)

Geoffrey Batchen, prófessor í listasögu við City University of New York hélt fyrirlestur í Norræna húsinu 19.mars 2004. Fyrirlestur Batchens fjallaði um ljósmyndir sem varðveislu minninga.

10. Jóan Pauli Joensen. Nordisk Etnologi og Bryllup på Færøerne.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 10) Reykjavík, 2004. (PDF - 2,79Mb)

Færeyski þjóðháttafræðingurinn, Jóan Pauli Joensen hélt tvo fyrirlestra á vegum minningarsjóðsins. Tilefni komu Jóans var sjötugsafmæli Árna Björnssonar þjóðháttarfræðings, þann 16.janúar 2002.  Á Árnamessu, málþingi í Þjóðarbókhlöðu um stöðu þjóðháttafræða á Íslandi talaði Jóan um þróun þjóðháttafræða á Norðurlöndum séð frá Færeyjum og þann 28.janúar hélt Jóan fyrirlestur í Odda um brúðkaupssiði í Færeyjum. 

9. Dr. Ingrid U. Olsson. Kol-14 Datering. Metoden och diskussion av speciella problemmed isländska prov och redovisning av två serier dateringar av arkeologiskt material.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 9) Reykjavík, 1997. (PDF - 5,27)

Dr. Ingrid U. Olsson las náttúruvísindi og hóf störf við eðlisfræðistofnun Uppsalaháskóla 1951. Ingrid flutti fyrirlestur á vegum minningarsjóðsins um C-14 aldursgreiningar þann 18.apríl 1990.

8. Kaija Santaholma. Conservation of Finland's architectural heritage.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 8) Reykjavík, 1991. (PDF - 1,61Mb)

Kaija Santaholma, arkitekt flutti fyrirlestur á vegum minningarsjóðsins þann 25.október 1989. Fjallaði hann um varðveislu byggingararfs Finna.

7. Ellen Marie Magerøy. Islandske drikkehorn med middelalderskurd.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 7) Reykjavík, 1987. (PDF - 1,79Mb)

Dr. Ellen Marie Magerøy er fyrrum safnvörður við embætti þjóðminjavarðar í Osló. Þann 10. september 1985 flutti hún fyrirlestur á vegum minningarsjóðsins og fjallaði hann um íslensk drykkjarhorn frá miðöldum og útskurðinn á þeim. 

5-6. Charlotte Blindheim. Handelsproblemer i Norsk vikingtid.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 5-6) Reykjavík, 1984. (PDF - 1,79Mb)

Dr. Charlotte Blindheim, er fyrrum safnvörður við Universitets Oldsaksamling í Osló. Þann 29. september 1982 flutti hún fyrirlestur á vegum minningarsjóðsins um verslunarhætti á víkingaöld.

4. Alexander Fenton.  Continuity and change in the building tradition of northern Scotland. (Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 4) Reykjavík, 1979 . (PDF - 2,16Mb)

Dr. Alexander Fenton hélt fjórða minningarfyrirlestur Ásu Wright þann 7.október 1978 og fjallaði þar um breytingar í byggingarhefð á norður Skotlandi.

2-3. Viggo Nielsen. Oversigt over nordiske lovregler om værn af vore omgivelser.(Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 2-3) Reykjavík, 1975. (PDF - 3,35Mb)

Viggo Nielsen, fornleifa- og lögfræðingur hélt fyrirlestur þann 6. september 1974. Fjallaði fyrirlestur hans um yfirlit yfir norræna löggjöf um verndun umhverfis okkar.

Håkon Christie. Stavkirkene i bygningshistorisk sammenheng. (Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu G. Wright; 1) Reykjavík, 1970. (PDF - 3,11Mb)

Fyrsti minningarfyrirlestur Ásu G. Wright var fluttur á vegum Þjóðminjasafns Íslands þann 16. mars 1970. Fyrirlesturinn flutti Håkon Christie arkitekt og fjallaði hann um norsku stafkirkjurnar í byggingarsögulegu samhengi.