Minningarsjóður

Minningarsjóður

8.12.2015

Ása var af fyrirmönnum komin og var ákaflega stolt af uppruna sínum og ætt og vildi halda minningu þeirra á lofti. Það gerði hún með því að ánafna Þjóðminjasafninu fágæta erfðagripi úr búi sínu og veglega peningagjöf sem notuð var til stofnunar Minningarsjóðsins.

Sjóðinn gaf frú Ása til minningar um eftirtalda ættinga og vandamenn sína:


Börn Sigþrúðar Friðriksdóttur (1918-2008), frænku Ásu styrktu gerð þessarar vefsíðu.

  • Mann hennar Henry Newcome Wright, LLD., F.R.G.S., F.L.S., F.R.A.S. (1884-1955).
  • Foreldra hennar Arndísi Jónsdóttur háyfirdómara Péturssonar (1857-1936) og Guðmund Guðmundsson lækni (1853-1946).
  • Systkini hennar Sturlu Guðmundsson (1883-1910), Sigþrúði Guðmundsdóttur (1884-1905) og Þóru Guðmundsdóttur Hermannsson (1888-1918).
  • Móðursystur hennar Þóru Jónsdóttur (1858-1947) og Jón Magnússon forsætisráðherra (1859-1926).
  • Móðurbræður hennar Friðrik Jónsson, cand. theol. (1860-1938) og Sturlu Jónsson kaupmann (1861-1947).


Hlutverk og stjórn

Hlutverk

Minningarsjóðurinn er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands og skal standa straum af heimsóknum erlendra fræðimanna, er boðnir eru samkvæmt settum reglum til að flytja fræðilega fyrirlestra á vegum Þjóðminjasafnsins. Fyrsti minningarfyrirlesturinn var haldinn 16.mars 1970 af Hakan Christie þáverandi starfsmanni þjóðminjavörslunnar í Noregi. Fjallaði fyrirlesturinn um norsku stafkirkjurnar í byggingasögulegu samhengi.

Stjórn

Minningasjóðurinn skal ætíð skipa þriggja manna stjórn.

Stjórn frá 12.apríl 2000

  • Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
  • Jónas Kristjánsson
  • Sturla Friðriksson

1982-2000

  • Þór Magnússon
  • Jónas Kristjánsson
  • Sturla Friðriksson

1969-1982

  • Kristján Eldjárn
  • Jónas Kristjánsson
  • Sturla Friðriksson