Þjónustusvið

Þjónustusvið

29.7.2024

Undir þjónustusvið heyra sýningar, fræðsla, miðlun og útgáfa. Á þjónustusviði starfa auk framkvæmdastjóra sýningarstjóri, vaktstjórar og starfsmenn sýningargæslu, verslunarstjóri og afgreiðslufulltrúar safnbúða, safnkennarar, þjónustustjóri og vefstjóri.

Þjónustusvið annast alla miðlun á menningartengdu efni, svo sem sýningar, fræðsla og útgáfa, sem og rekstur safnbúðar. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk og almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum.


Framkvæmdastjóri þjónustusviðs er Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is

Skrifstofa Þjónustusviðs er á Suðurgötu 41 og er opin virka daga frá kl. 8 - 16.

Önnur svið innan Þjóðminjasafnsins eru:

Skrifstofa þjóðminjavarðar
Auk þjóðminjavarðar starfar á skrifstofu þjóðminjavarðar mannauðsstjóri.

Kjarnasvið
Á kjarnasviði er unnið að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu menningar- og þjóðminja; þ.e. húsa, mynda, muna og þjóðhátta með söfnun, varðveislu, rannsóknum, skráningu og miðlun.
Framkvæmdastjóri kjarnasviðs er Ágústa Kristófersdóttir.

Fjármálasvið
Á fjármálasviði fer fram starfsemi á sviði fjármála, rekstrar og öryggismála. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Framkvæmdastjórar eru staðgenglar þjóðminjavarðar.

Starfsstöðvar safnsins eru þrjár; Sýningarsalur og skrifstofur eru á Suðurgötu í Reykjavík. Starfsemi kjarnasviðs fer fram á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og í Vesturvör í Kópavogi.

Skipurit Þjóðminjasafns Íslands 1. júlí 2023:Skipurit_juli_2023