COVID-19

Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings - 4.4.2020

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands er lokað á meðan samkomubann stendur yfir - 24.3.2020

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu frá og með 24. mars. Í ljósi þess loka sýningasalir í Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu þar til samkomubanni hefur verið aflétt eða breytt.

Lesa meira

Skrifstofur safnsins lokaðar fyrir heimsóknir - 19.3.2020

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands, Tjarnarvöllum 11 er lokuð gestum um óákveðinn tíma vegna COVID -19. Þá er skrifstofa Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 einnig lokuð almenningi af sömu ástæðum.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur - 17.3.2020

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur. Hámarksfjöldi gesta á safninu miðast við 100 manns að hverju sinni og þess gætt að gestir haldi hæfilegri fjarlægð sín á milli (2 metrar). Samkomubannið gildir frá miðnætti 15. mars til og með 13. apríl.

Lesa meira