Fréttir
  • safnahús

Vilt þú vera með í „POP-UP“ verslun helgina 2.- 3. desember?

Smástundarmarkaður í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Þjóðminjasafnið leitar eftir skemmtilegum frumkvöðlum, hönnuðum og listamönnum til að taka þátt og selja vörur sínar í Safnahúsinu fyrstu helgina í desember.

Safnbúð Þjóðminjasafnsins leitar eftir frumkvöðlum, hönnuðum og listamönnum til að taka þátt og selja vörur sínar í Safnahúsinu við Hverfisgötu, fyrstu helgina í desember.

Ef þig langar að vera með, þá viljum við endilega frétta af því. Vertu í sambandi sem fyrst og sendu póst með upplýsingum um vörumerkið, mynd af vörunni, tengilið og símanúmeri á Hafdísi (hafdis@thjodminjasafn.is) og Sigurlaugu (sigurlaug@thjodminjasafn.is).

Þar sem fyrirvarinn er knappur er nauðsynlegt að umsóknir berist sem fyrst og í síðasta lagi þriðjudaginn 28. nóvember. Við áskiljum okkur rétt til að velja vörur sem henta húsinu best eða hafna öllum.

Í desember er Safnahúsið við Hverfisgötu í jólabúningi, í húsinu er vinsælt kaffihús, Julia & Julia þar sem boðið er upp á jólalegar kræsingar alla aðventuna.

Vertu með okkur í því að fullkomna jólastemminguna fyrir þessi jól.