Fréttir

Leiðsögn forsætisráðherra frestað vegna veðurs

Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hefur verið frestað til sunnudagsins 18. febrúar vegna stormviðvörunar og slæmrar veðurspár.

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ríður á vaðið og gengur með gestum um Þjóðminjasafnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

http://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/vidburdir,vef-og-farandsyningar/hvad-er-framundan/leidsogn-katrin-jakobsdottir-forsaetisradherra