Fréttir

Húsgögn sögunnar á Bessastaði

Fimmtudaginn 1. mars afhenti Þjóðminjasafn Íslands forsetaembættinu eikarhúsgögn til varðveislu sem smíðuð voru fyrir Svein Björnsson, fyrsta forseta landsins. 

Húsgögnin voru áður á skrifstofu þjóðminjavarðar, í tíð Kristjáns Eldjárns, Þórs Magnússonar og nú síðast Margrétar Hallgrímsdóttur. Húsgögnin prýða nú Thomsensstofu á Bessastöðum.