Fréttir

Afmælismálþing til heiðurs Guðmundi Ólafssyni fornleifafræðingi

28.3.2018

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs honum. 

Laugardaginn 7. apríl kl. 13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu.

Dagskrá:

 

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður býður gesti velkomna.

Ragnheiður Traustadóttir:  Allar leiðir lágu til Bessastaða.

Agnes Stefánsdóttir: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi: upphaf nútíma fornleifaskráningar á Íslandi.

Birna Lárusdóttir: 101 beðaslétta: Lautarferð í Ólafsdal.

Gavin Lucas: Litlibær: A fisherman's cottage from the early twentieth century in Seltjarnarnes.

Hildur Gestsdóttir: Beinagrindur frá Bessastöðum.

Hrönn Konráðsdóttir:  Smádýr á Bessastöðum.

Kristín Huld Sigurðardóttir:  Árin mín með Guðmundi.

Kristborg Þórsdóttir: Af búrhellum og gömmum á Rangárvöllum.

Kaffi og veitingar

Lísabet Guðmundsdóttir: Byggræktun í 101.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir: Járnvinnsla á þremur bæjum í Arnarfirði.

Orri Vésteinsson: Úti í mýri á Grænlandi. Rannsóknir á biskupssetrinu Görðum.

Rúnar Leifsson: (Ó)venjulegar hrossgrafir.

Steinunn Kristjánsdóttir: Tvær dysjar úr fræðabrunni Guðmundar.

Vala Garðarsdóttir: Þéttbýlismyndun í Reykjavík: Þróun frá landnámi og búskaparhættir

Þór Hjaltalín: Þiðriksvellir við Steingrímsfjörð.

Þór Magnússon: Grelutóttir og önnur örnefni.

Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga

Anna Lísa Rúnarsdóttir, fundastjóri

Að loknu málþingi verður móttaka í boði Þjóðminjasafns Íslands í Myndasalnum.