Fréttir

Menningarnótt var vel heppnuð

Þjóðminjasafnið tók þátt í Menningarnótt með veglegri dagskrá og ókeypis aðgangi á sýningar í safninu á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Mikil ánægja var með að mega setja börn á hestbak fyrir utan safnið en þau voru teymd svolítinn hring og fjölskyldur um leið hvattar til að kíkja inn og skoða sérsýninguna Prýðileg reiðtygi í Bogasal. Fyrir utan Safnahúsið sat fólk í sólinni með veitingar úr kaffihúsinu Júlíu&Juliu og Sirkusfjörsdrengir mættu á lóðina með ýmis sirkuskúnstatól og kenndu ungum og öldnum hvernig hægt er að gera flottar kúnstir. Samtals nutu um 5.400 gestir fjölbreyttrar dagskrár inni og úti á stöðunum tveimur en opið var til kl. 22.

Þjóðminjasafnið þakkar gestum kærlega fyrir komuna og fyrir að gera daginn svona ánægjulegan.