Fréttir

Fullveldisleiðsögn: Fjölmenning á Fróni

10.11.2018

Frú Eliza Reid, forsetafrú, veitir leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands; Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár, undir yfirskriftinni Fjölmenning á Fróni.

Í gegnum aldirnar hefur fólk flust búferlum af ýmsum ástæðum; í leit að betra lífi eða ævintýrum, vegna náttúruhamfara eða átaka. Samskipti við útlönd hafa haft mikil áhrif á þróun samfélagsins hér á landi og fjölmörg dæmi eru um að útlendingar hafi sest hér að. Stiklað verður á stóru í þessari sögu í leiðsögninni. #Fullveldi1918 #Fullveldisdagurinn