Fréttir

Grýla og Leppalúði og Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir

4.12.2018

Grýla og Leppalúði halda uppteknum hætti og koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn. Að þessu sinni mæta tröllahjónin sunnudaginn 9. desember klukkan 15.

Steiney Skúladóttir úr Reykjavíkurdætrum syngur nokkur lög við píanóundirleik Guðna Franzsonar áður en Grýla og Leppalúði trufla skemmtunina. Fjölskylduskemmtunin er ókeypis. Verið öll velkomin.