Fréttir

Aðalfundur Minja og sögu

13.12.2018

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafns Íslands, boðar til aðalfundar 2018 laugardaginn 15. desember nk. kl. 15.

Fundurinn hefst kl. 15 í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu 41. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Á fundinum flytur einnig dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson fyrirlestur um Sigurð Guðmundsson málara, en hann átti drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins 1863. Það varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Í tilefni 30 ára afmælis Minja og sögu mun félagið að sama tilefni færa Þjóðminjasafninu veglega gjöf sem Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður mun veita viðtöku.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta til fundarins en einnig verður hægt að skrá sig í félagið á fundinum.
Stjórnin.