Fréttir
  • Hringprjónn – einn gripanna úr Þjórsárdal

Ný aðföng úr Þjórsárdal

6.2.2019

Fyrir skömmu bárust safninu jarðfundnir gripir frá Fornleifastofnun Íslands ses sem fundust við fornleifaskráningu í Þjórsárdal.

Með þeim kom einnig töluvert magn gripa sem göngufólk í Þjórsárdal hafði fundið á yfirborði þekktra og óþekktra minja á svæðinu. Meðal merkilegra hluta eru þrír hringprjónar, brot úr klébergspotti, perlur, döggskór og töluverður fjöldi brýna auk járn- og koparbrota sem bíða nánari greiningar. Gleðilegt og jafnframt mikilvægt er að jarðfundnum gripum sé komið til safnsins enda eru þeir arfur okkar allra. Lögum samkvæmt á að skila jarðfundnum gripum til Þjóðminjasafnsins, þar eru þeir aðgengilegir vísindafólki til rannsókna.