Fréttir

Ný ásýnd Þjóðminjasafns Íslands hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin

11.3.2019

Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn voru veitt á Hótel Hilton þann 8. mars síðastliðinn. Ný ásýnd Þjóðminjasafns Íslands var verðlaunuð í flokknum mörkun eða ásýnd vörumerkis. Mörkunin var unnin af auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks.

Ný ásýnd safnsins markast af sterkum litum, með skýra tilvísun í þjóðminjar og menningararf. 

Hin nýja mörkun felur í sér fyrirsagnaletur sem er samansett úr fjórum leturgerðum sem hafa verið notaðar á Íslandi í gegnum aldirnar: Íslenskar fúþark rúnir voru í almennri notkun í útskurði hér á landi frá landnámi og út 19. öld. Fraktúrletur eða gotneskt letur vísar í leturgerðina í miðaldahandritum og í prentverki fram að 20. öld. Höfðaletur er séríslensk leturgerð sem notuð var í útskurði á ýmsum skrautmunum frá 16. öld. Greta Sans, sem verður almennt letur safnsins flokkast undir steinskrift og vísar til nútímans.