Fréttir

Boðskort í Safnahúsið og safn Ásgríms Jónssonar

25.3.2019

Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Listasafn Íslands býður gestum Safnahússins að heimsækja safn Ásgríms Jónssonar. 

Í samvinnu við Listasafn Íslands býðst gestum Safnahússins boðskort í safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. Boðskortið gildir út árið 2019. Boðskort í Safnahúsið býðst einnig þeim gestum sem heimsækja Listasafn Íslands.

Aðgangsmiði í Safnahúsið kostar 2000 kr. og gildir sem árskort. Þú hefur því nægan tíma og ert velkomin/n eins oft og þú vilt. Árskortið gildir einnig í Þjóðminjasafn Íslands.