Fréttir

Mörkun Þjóðminjasafns Íslands fær aðalverðlaun FÍT (Grand Prix)

29.3.2019

Auglýsingastofan Jónsson&Le'macks og Þjóðminjasafn Íslands hlutu þrenn FÍT verðlaun og eina viðurkenningu á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara sem fram fór í Tjarnarbíói miðvikudaginn 27.mars. 

Endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands hlaut aðalverðlaun FÍT (Grand Prix) fyrir endurmörkun safnsins. Mörkun fyrir menningu og viðburði og veggspjöld fengu einnig verðlaun í sínum flokki og upplýsingahönnun fyrir safnið fékk viðurkenningu. Við erum afar stolt af nýrri ásýnd safnsins og óskum Sigurði Oddssyni, Albert Munoz, Þorleifi Gunnari Gíslasyni ásamt öllum hjá Jónsson&lemack innilega til hamingju með verðlaunin með þökkum fyrir skapandi samvinnu um endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands. Verðlaunasýning FÍT 2019 er til sýnis í Lisasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 28. – 31. mars. Í anddyri Þjóðminjasafns er hægt að skoða hina nýju mörkun.