Fréttir
  • 452070_95bc80dbbe1c4c2c8c3f9d9b93969ce2

Endurmörkun safnsins tilnefnd til D&AD verðlauna

21.5.2019

Endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands er tilnefnd til D&AD (Design & Art Direction) verðlaunanna, alþjóðlegrar hönnunarkeppni sem haldin er í Bretlandi. 

Auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks er tilnefnd í tveimur flokkum, fyrir endurmörkun safnsins og týpógrafíu í notkun. Endurmörkun safnsins markast af sterkum litum með skýra tilvísun í þjóðminjar og menningararf. Mörkunin felur í sér fyrirsagnaletur sem er samansett úr fjórum leturgerðum sem hafa verið notaðar á Íslandi í gegnum aldirnar: Íslenskar fúþark rúnir voru í almennri notkun í útskurði hér á landi frá landnámi og út 19. öld. Fraktúrletur eða gotneskt letur vísar í leturgerðina í miðaldahandritum og í prentverki fram að 20. öld. Höfðaletur er séríslensk leturgerð sem notuð var í útskurði á ýmsum skrautmunum frá 16. öld. Greta Sans, sem verður almennt letur safnsins flokkast undir steinskrift og vísar til nútímans. Hér má lesa nánar um tilnefningarnar :  Tilnefning fyrir týpógrafíu og  tilnefning fyrir endurmörkun.

452070_95bc80dbbe1c4c2c8c3f9d9b93969ce2

Ticket_MockUp-Medium-