Fréttir

Styrkur úr Barnamenningarsjóði

27.5.2019

Úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands 2019 fór fram við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 26. maí. Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands hlutu 5.300.000 kr. styrk fyrir verkefnið Menntun barna í söfnum. 

Verkefnið felur í sér að efla þátttöku barna í menningarstarfi höfuðsafnanna tveggja Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands. Stofnanirnar þróa vettvang menntunar barna með því að byggja upp nýstárlega aðstöðu og heildræna hugsun til að opna aðgengi og efla menningarlæsi. Söfnin munu saman stofna miðstöð til endurmenntunar á sviði barnamenningar, með það að markmiði að veita þekkingu og reynslu til safna og menningarstofnana um allt land.  

Verkefnin, sem valnefndin mælir með að hljóti styrki, spanna vítt svið lista og eru lýsandi fyrir víðfeðm áhugasvið barna og ungmenna sem og gróskumikið menningarstarf um landið allt. 

Hér má sjá þau sem hljóta styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2019: