Fréttir

Grýla, Leppalúði og Gói

25.9.2019

Sunnudaginn 8. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Með þeim verður skemmtikrafturinn Gói.

Grýla og Leppalúði eru vön að koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn. Að þessu sinni mæta tröllahjónin sunnudaginn 8. desember. Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói skemmtir krökkunum með sögum og söng áður en Grýla og Leppalúði mæta á svæðið.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri.