Fréttir
  • Jafnlaunavottun

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur Jafnlaunavottun

16.1.2020

Þjóðminjasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi safnsins uppfyllir öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með innleiðingu jafnlaunakerfis sem nær til allra starfsmanna safnsins hefur verið komið upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem fela ekki í sér kynbundna mismunun. 

Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Jafnlaunavottun_2019_2022_f_ljosan_grunn

Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/jofn-laun-og-jafnir-moguleikar/hvad-er-jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun_Hildur_JonKarlsson

Jón Karlsson vottunarstjóri iCert afhenti vottunarskírteinið á starfsmannafundi Þjóðminjasafns föstudaginn 10. janúar.