Fréttir

Sumarstörf fyrir námsmenn á Keldum á Rangárvöllum

26.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða tvo samhenta einstaklinga til að annast gæslu og móttöku ferðamanna í gamla bænum á Keldum á Rangárvöllum. Bærinn verður opinn daglega frá 15. júní til 16. ágúst 2020 frá kl 10:00 til 17:00.

Starfið felst m.a. í móttöku ferðamanna, taka við aðgangseyri, veita leiðsögn og upplýsingar um bæinn. Ennfremur felst starfið í að hirða lóð næst bænum, slá þekjur og vökva þær og sinna þrifum í bænum. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða, en lagt er til húsnæði á staðnum ef þarf.

Óskað er eftir námsmönnum með góða almenna söguþekkingu, góða íslensku- og enskukunnáttu, lipurð í samskiptum og jákvætt viðmót, reynsla af þjónustustörfum er æskileg. Störfin eru opin öllum námsmönnum sem eru á milli anna og eru 18 ára eða eldri.

Sótt er um starfið á vef Vinnumálastofnunar. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní n.k. Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun ásamt nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Sameykis.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í síma 530-2239 ( hildur@thjodminjasafn.is ) og Guðmundur L. Hafsteinsson sviðsstjóri Húsasafns í síma 530-2275 ( gudmundur.luther@thjodminjasafn.is ). 

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.