Fréttir

Vorfundur höfuðsafna 2020

24.9.2020

Árlegur Vorfundur höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands, var haldinn fimmtudaginn 17. september síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn. Aðalefni fundarins sneri að stefnumótun á sviði safnastarfs og áhrifum kórónuveirunnar á safnastarf á Íslandi. Áhugaverð erindi voru flutt og gagnleg umræða átti sér stað um efni fundarins. Fundinum var streymt í gegnum Teams en einnig gafst gestum kostur á að hlýða á erindin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Meðfylgjandi er upptaka af fundinum og dagskráin:

DAGSKRÁ VORFUNDAR HÖFUÐSAFNA 2020, 17. september 2020

Fundarstjóri Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

Fundur settur og gestir boðnir velkomnir - Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands, Hilmar J. Malmquist safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður

Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir

Stefnumótun á sviði safnastarfs

9:45 Samræmd safnastefna höfuðsafna og safnaráðs - Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs og Jóhanna Símonardóttir ráðgjafi hjá Sjá ehf.

10:00 Sarpur – mótun framtíðarsýnar og þarfagreining fyrir arftaka Sarps 3 - Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri, Rekstrarfélag Sarps

10:15 Listasafn Íslands – Safnastefna 2020 -Harpa Þórsdóttir

Áhrif kórónuveirunnar á safnastarf á Íslandi

10:50 Þjóðminjasafn Íslands: Lífið á tímum kórónuveirunnar - Inga Lára Baldvinsdóttir sviðsstjóri Ljósmyndasafns og Ágúst Georgsson sérfræðingur þjóðháttasafns

11:20 Náttúruminjasafn Íslands: Náttúra kórónuveirunnar – veiran í sýningahaldi - Hilmar J. Malmquist

11:50 Umræður og frásagnir frá viðurkenndum söfnum um áhrif kórónuveirunnar á starfsemi safnanna á árinu - Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns hefur umræðurnar

Söfn í skugga COVID-19 – sagt frá niðurstöðum könnunar safnaráðs, FÍSOS og ICOM - Þóra Björk Ólafsdóttir

https://youtu.be/l_hHz7IMP3Q