Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

8.4.2021

Safnkennarar Þjóðminjasafnsins sendu inn umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna til þess að ráða nemanda í meistaranámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands til safnsins í sumar að vinna að verkefni sem snýr að því að þróa, semja og framleiða innihald veflægra fræðslupakka sem safnkennarar hafa hafið vinnu við og ætlaðir eru til kennslu í grunnskólum um allt land.

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að umsóknin hafi verið samþykkt en aðeins 32% umsókna hlutu brautargengi í úthlutun styrkja fyrir sumarið 2021.

Nemandinn sem starfa mun með safnkennurum í sumar að þessu verkefni heitir Guðmundur Arnar Sigurðsson. Auk kennslufræða hefur Guðmundur lagt stund á nám í heimspeki og hefur aflað sér reynslu í spunaleiklist og stundar myndbandagerð í frístundum sínum. Safnkennarar hlakka mjög til samvinnunnar.

Mynd: Fræðsluefni á vef safnsins