Fréttir

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri afhenti Ljósmyndasafni Íslands myndir til varðveislu

30.8.2021

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri afhenti í síðustu viku Ljósmyndsafni Íslands í Þjóðminjasafni þúsundir ljósmynda til varðveislu.

Myndirnar eru flestar af búvélaprófunum og verktæknitilraunum á Hvanneyri frá árunum 1954-2000.

Þær geyma merkilegar heimildir um búfræði og sögu Landbúnaðarháskólans á þessum tíma.

Við afhendingu myndanna var jafnframt gengið frá samningi við Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri um skráningu og meðferð myndanna.