Fréttir
  • Spessi3

Spessi 1990 – 2020. Síðasta sýningarhelgi 11. – 12. september.

8.9.2021

Yfirlitssýning á verkum samtímaljósmyndarans Spessa, sem staðið hefur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins frá 27. mars sl. og átti að ljúka í lok ágúst, hefur verið framlengd til 12. september.

Í tengslum við sýninguna gefur Þjóðminjasafnið út yfirgripsmikla ljósmyndabók þar sem birtist hluti af þekktum verkum og óbirtar eða sjaldséðari ljósmyndir Spessa. Bókin er á sérstöku tilboðsverði í verslun safnsins á lokadögum sýningarinnar.

Fjölbreytt dagskrá hefur verið í Myndasal í tengslum við sýninguna, svo sem leiðsagnir, fyrirlestrar, tónleikar og nú síðast listamannaspjall þar sem Jón Proppé listheimspekingur leiddi samtal við Spessa fyrir fullum sal. Hér eru nokkrar myndir frá listamannaspjallinu 4. september.

Spessi 1990 - 2020 er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þjóðminjasafnið er opið alla helgina frá kl. 10 -17. Verið öll velkomin.

Spessi1

Spessi5

Spessi2