Fréttir: september 2021

Spessi 1990 – 2020. Síðasta sýningarhelgi 11. – 12. september.
Yfirlitssýning á verkum samtímaljósmyndarans Spessa, sem staðið hefur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins frá 27. mars sl. og átti að ljúka í lok ágúst, hefur verið framlengd til 12. september.
Lesa meira
Leiðsögn: Fatnaður og tíska fyrri alda
Sunnudaginn 19. september kl. 14:00 verður leiðsögn um tísku og fatnað í Þjóðminjasafni Íslands. Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni, leiðir gesti gegnum sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og verður staldrað við gripi sem gefa innsýn í klæðaburð fólks fyrr á öldum.
Lesa meira