Fréttir: september 2021
Sérfræðingur í miðlun menningarsögu
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í miðlun menningarsögu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarsögu, miðlun, ritstjórn og textavinnu.
Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.
Lesa meiraSamskiptastjóri
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf samskiptastjóra. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og áhuga til að stýra markaðs- og kynningarmálum Þjóðminjasafns Íslands.
Samskiptastjóri tilheyrir fjármála- og þjónustusviði með starfsstöð á Suðurgötu 41, Reykjavík. Fjármála- og þjónustusvið hefur umsjón með fræðslu og miðlun á menningartengdu efni. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk, almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum.
Lesa meiraSérfræðingur í skráningu
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skráningu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.
Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safnkosts. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.
Lesa meira