Fréttir

Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaunin 2021

28.9.2021

Fjöldi viðurkenninga fyrir snyrtileika var veittur við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði þann 23. september síðastliðinn. Heiðursverðlaunin hlaut Krýsuvíkurkirkja sem var endursmíðuð í upprunalegri mynd og komið fyrir á sínum stað í október 2020. 

Krýsuvíkurkirkja brann 2. janúar 2010 eftir að kveikt hafði verið í henni. Í kjölfar brunans, í upphafi árs 2010 var vinafélag Krýsuvíkur stofnað með það að markmiði að byggja nýja kirkju í upprunalegri mynd. 

Stjórnendur Tækniskólans í Hafnarfirði sýndu endurbyggingunni strax mikinn áhuga og úr varð að þessi nýja kirkjubygging varð verkefni trésmíðanema skólans og var verkefnið unnið undir handleiðslu Hrafnkels Marinóssyni yfirsmiðs. Nákvæmum fyrirmyndum var fylgt við smíði kirkjunnar en starfsmenn Þjóðminjasafnsins tóku þá gömlu mjög nákvæmlega út árið 2003; mældu, mynduðu og skráðu. Þessar mikilvægu upplýsingar gerðu þessa vandasömu smíði, sem tók rúman áratug, gerlega. Við afhendingu heiðursverðlauna var vinafélagi kirkjunnar og þá sérstaklega Jónatani Garðarsyni þakkað af alhug fyrir sitt framlag. Hrafnkatli Marinóssyni og Hildi Ingvarsdóttur skólameistara Tækniskólans ásamt Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði og Guðmundi Lúther Hafsteinssyni, sviðstjóri húsasafns Þjóðminjasafnsins var samhliða þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag ásamt öllum öðrum þeim sem komu að þessu verki.

Fréttin er af heimasíðu Hafnafjarðarbæjar 24.9.2021

Stór hluti af hópnum sem stendur að Krýsuvíkurkirkju.

Krýsuvíkurkirkja var fyrst reist fyrst árið 1857 og var síðan endurbyggð árið 1964. Kirkjan var í vörslu Þjóðminjasafnsins allt þar til hún brann. Núverandi Krýsuvíkurkirkja er í dag í eigu og umsjón vinafélags kirkjunnar.

Krysuvik3