Fréttir

Verkefnastjóri sýninga

12.10.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra sýninga. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.

Í boði er spennandi starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er í Vesturvör 16-20 í Kópavogi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjórn sérsýninga og umsjón með uppsetningu sýninga á vegum safnsins.
 • Samskipti við sýningarstjóra og sérfræðinga um gerð sýninga.
 • Verkefnastjórn á þróun og viðhaldi grunnsýninga Þjóðminjasafns.
 • Situr í sýningarnefnd safnsins og heldur utan um vinnu nefndarinnar.
 • Þátttaka í stefnumótun á sviði sýninga og annarrar miðlunar safnsins eftir því sem við á.
 • Kemur að skipulagi viðburða safnsins.
 • Umsjón með farandsýningum.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Reynsla af sýningargerð og safnastarfi.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Færni í íslensku og ensku, rituðu og töluðu máli. Þekking á Norðurlandamáli er kostur.
 • Frumkvæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur.
 • Sjálfstæði í starfi, metnaður og vönduð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar - agusta@thjodminjasafn.is - 620-7744
Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri - hildur@thjodminjasafn.is - 864-6186

Smelltu hér til að sækja um starfið