Fréttir

Álfkonudúkur í safnaðarheimili Vopnafjarðar

Laugardaginn 19. ágúst var sýningin Lausir endar opnuð í safnaðarheimili Vopnafjarðar. Á sýngunni er Álfkonudúkurinn frá Burstarfelli sýndur ásamt listaverkum norsku listakonunnar Ingrid Larssen og verki sem börn og konur frá Vopnafirði unnu út frá Álfkonudúknum. Álfkonudúkurinn er klæði frá 17. öld sem er sagt vera komið frá álfum en var lengst af í Hofskirkju í Vopnafirði.

Birgit Lund fornfræðingur og Ingrid Larssen listakona hafa unnið á áhugaverðan og óvanalegan hátt að verkefninu LAUSIR ENDAR. Birgit hefur sem fornleifafræðingur rannsakað dúkinn og borið hann saman við tvo dúka frá sama tíma sem varðveist hafa í Noregi, annars vegar í Giske og hinsvegar í Kvernes. Dúkarnir eru sláandi líkir Álfkonudúknum, bæði hvað varðar myndmál og útsaumstækni. Ingrid hefur unnið útsaumsverk undir áhrifum dúksins og unnið með börnum og fullorðnum á Vopnafirði að listsköpun tengdum dúknum.

Nathalie Jacqueminet varðveislustjóri pakkar Álfkonudúknum niður í Safnahúsinu.

Birgit Lund kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar í Vopnafjarðarkirkju

 

Birgit Lund kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar í Vopnafjarðarkirkju. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, þýðir fyrir gesti.

 

 

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna og afhjúpa dúkinn ásamt Berghildi Fanney Hauksdóttur safnstjóra Burstarfells.

Ingrid Larssen segir frá tilurð sýningarinnar. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands þýðir.

 

Nánari upplýsingar um sýninguna má lesa hér: 

 

http://www.handverkoghonnun.is/is/frettir/syningin-lausir-endar-a-vopnafirdi