Fréttir

Alþjóðlegi safnadagurinn 2021

18.5.2021

Söfn um allan heim fagna Alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Árlega velur ICOM (International Council of Museums) þema sem tengist málefnum sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og fólki hugleikin.

Þema alþjóðlega safnadagsins 2021 er; Framtíð safna: Uppbygging og nýjar áherslur. Söfnum, fagfólki, starfsfólki safna og almenningi er boðið að nota þemað eða leiðarstefið sem ICOM hefur valið í ár til að móta nýjar stefnur og þróa hugmyndir sem geta nýst menningarstofnunum við þeim ýmsum áskorunum sem blasa við í jafnréttis-, efnahags- og umhverfismálum um þessar mundir. Markmiðið er að samfélagið allt njóti góðs af. Hér má lesa nánar um alþjóðlega safnadaginn. Þátttakendur eru um 37.000 söfn í 158 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

Þjóðminjasafn Íslands  hvetur gesti sína að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og kynna sér stafrænt efni safnsins hér á heimasíðunni. Efnið er bæði fyrir börn og fullorðna. Þriðjudaginn 18. maí kl 12 flytur Eva Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal safnsins. Fyrirlesturinn fjallar um safnastefnu á sviði menningarminja. 

Þjóðminjasafnið á Facebook

Þjóðminjasafnið á Instagram