Fréttir

Drasl eða dýrgripir?

7.6.2022

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Sýningin, sem ber heitið Drasl eða dýrgripir er útgangspunktur athugunar á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins í barna- og fjölskyldudagskrá sumarsins 2022. Út frá þessari sýningu er hægt að draga ýmis þemu, svo sem vangaveltur um einstaka safngripi, samhengi hlutanna og merkingu, leturgerð, liti og form.

Í sumar verður einnig föndursmiðja í Stofu sem tengist þemanu Drasl eða dýrgripir. Þar er hægt að lita, klippa, líma og móta sitt eigið listaverk úr fundnu efni og breyta þannig drasli í dýrgrip!

Verið öll velkomin.