Fréttir

Frítt inn á safnið til og með 18. maí

7.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands býður öllum gestum frítt inn á safnið til og með 18. maí. Vegna gatnaframkvæmda er aðkoma bíla frá Suðurgötu lokuð. Við bendum gestum á hjáleið um Sturlugötu og bílastæði við Hringbraut, gegnt bóksölu stúdenta.

Í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu eru 5 sérsýningar í gangi. Í byrjun maí var sett upp ný ljósmyndasýning á Torginu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Í Bogasal er sýningin Saga úr jörðu - Hofsstaðir í Mývatnssveit, í Myndasal er ljósmyndasýningin Í Ljósmálinu með verkum áhugaljósmyndarans Gunnars Péturssonar og á Veggnum sýning Jessicu Auer, Horft til norðurs. Í Horninu er svo sérsýningin Kirkjur Íslands – leitin að klaustrunum. Sýningar þessar munu allar standa út sumarið fram að hausti og sumar lengur.

Grunnsýningin Þjóð verður tilmenning og samfélag í 1200 ár er opin gestum að vanda. Þar er saga þjóðarinnar rakin í tímaröð frá landnámi til dagsins í dag.

Kaffitár er opið í safninu alla virka daga frá kl. 11 – 15 og um helgar frá 12 – 16. Ilmandi gæðakaffi og kökur í fallegu umhverfi.

Safnbúðin okkar er að sjálfsögðu á sínum stað með fallegar gjafavörur og íslenska hönnun í fyrirrúmi.