Fréttir
Guðný og Jósef ólust upp í baðstofunni á Skörðum í Dalasýslu sem nú er á Þjóðminjasafni Íslands
Þau systkin, sem eru á tíræðisaldri ólust upp í baðstofunni, en hún var á Skörðum Í Dalasýslu.
Þau settust að skrafi í baðstofunni og var margt skemmtilegt rifjað upp frá uppvaxtarárunum. Jósef og Guðný eru á tíræðisaldri.
Baðstofan er að mestu óbreytt frá því hún var á Skörðum. Hún fangar ætíð athygli gesta, sérstaklega erlendra, enda segir hún mikla sögu af lífi Íslendinga eins og það var - ekki fyrir mörgum - heldur aðeins fáeinum árum síðan.
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna



