Fréttir

Afmælismálþing til heiðurs Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðingi

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs henni.

Laugardaginn 25. nóvember 2017 kl. 15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu.

Dagskrá:

15.00-15.10         Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna

15.10-15.30         Helgi Þorláksson: Hversu þverfaglegur geturðu verið?

15.40-16.00         Gavin Lucas: A potted history of Iceland

16.10-16.30         Guðmundur Ólafsson: Bessastaðarannsóknir á tímamótum

16.40-17.00         Orri Vésteinsson:  Fram í heiðanna ró – eyðibýlin í íslenskri fornleifafræði

17.00-17.05         Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Kveðja frá Snorrastofu

17.10                   Að loknu málþingi verður móttaka í boði Þjóðminjasafns Íslands í Myndasalnum.

Í tilefni dagsins verða nýútkomnar bækur á tilboði í safnbúð Þjóðminjasafns.