Fréttir
  • H3

Háma kaffihús opnar í Þjóðminjasafni Íslands

7.6.2021

Háma hefur nú opnað kaffihús í Þjóðminjasafni Íslands. Háma býður fjölbreytt úrval af mat og drykk við allra hæfi á lágmarksverði. 

Háma kaffihús hefur opnað í dásamlegu umhverfi á jarðhæð Þjóðminjasafns Íslands. Í sumar verður opið alla daga frá klukan 10 - 16. Matseðillinn er afar girnilegur, m.a. verður boðið upp á samlokur, sætabrauð, súpu, smurbrauð og fjölbreytta drykki á góðu verði. 

Hama-kokur

Þjóðminjasafn Íslands tekur sérstaklega vel á móti fjölskyldum í sumar með fjölbreytti dagskrá og því tilvalið að setjast niður á Hámu eftir heimsókn í safnið. Verið öll velkomin.

Hama-vid-bord