Fréttir

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags er komin út en hún er gefin út í samstarfi félagsins og Þjóðminjasafns Íslands.  Bókin hefur komið út allar götur síðan 1880.

 Í desember 2016 voru liðin 100 ár frá fæðingu Kristjáns Eldjárns og í tilefni af því prýðir mynd af honum forsíðuna og Þór Magnússon ritar grein um kynni sín af Kristjáni og helstu rannsóknir hans.  Einnig eru greinar í bókinni um nýlegar fornleifarannsóknir á verstöðvum, bæði í Oddbjarnarskeri á Breiðafirði og Gufuskálum á Snæfellsnesi.  Þá er fjallað um íslensk innsigli, kuml á Dalvík og Hið íslenska reðasafn svo eitthvað sé nefnt. 

 Bókin fæst í safnbúð Þjóðminjasafns en einnig er hægt að panta hana eða gerast áskrifandi með því að senda póst á hidislenskafornleifafelag@gmail.com.