Fréttir

Jessica Auer er vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020

24.1.2020

Kanadíski ljósmyndarinn Jessica Auer hlaut 400.000 kr. styrk úr minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Ljósmyndir Jessicu eru til sýnis á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin, Horft til norðurs stendur yfir til 30. ágúst 2020 og er framlag safnsins til Ljósmyndahátíðar Íslands 2020. Við óskum Jessicu innilega til hamingju með styrkinn.

Minningarsjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar hér á landi og er tilgangur hans að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Jessica var valin úr hópi 40 þátttakenda í ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020 sem skipulögð var af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

 Nánari upplýsingar um Jessicu Auer má finna á vef hennar.







Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur