Fréttir

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir tilnefnd til Menningarverðlauna DV

3.10.2018

Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur prófessor í fornleifafræði er tilnefnd í flokki fræðibóka til Menningarverðlauna DV 2017. 

Sögufélagið gefur bókina út í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Í dómnefndinni voru: Árni Matthíasson, Hildigunnur Þráinsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir. Lesa má nánar um tilnefninguna á vef DV.

Í Þjóðminjasafni Íslands stendur nú yfir sýningin: Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum. Sýningin byggir á rannsókn Steinunnar á íslenskum klaustrum.