Fréttir

Nýtt starfsfólk

8.12.2021

Í september og október voru fimm störf auglýst hjá Þjóðminjasafni Íslands. Tæplega 300 umsóknir bárust samtals um þessi störf. 

Gengið hefur verið frá ráðningu í öll störfin og hafa eftirfarandi starfsmenn verið ráðnir og hefja þeir störf í janúar og febrúar á næsta ári.

Þjónustustjóri - Kristín Ýr HrafnkelsdóttirKristinYr-Hrafnkelsdottir

Kristín hefur lokið MSc í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, meistaraprófi í viðskiptafræði og stjórnun frá Pratt Institute og BA í textíl hönnun frá Listaháskóla Íslands. Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir hefur starfað sem rekstrarstjóri Jarðhitasýningar ON í Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2016.

Samskiptastjóri - Steindór Gunnar Steindórsson 

Steindor_G_Steindorsson

Steindór hefur lokið BA í tómstunda- og félagsmálafræði ásamt MA í blaða- og fréttamennsku. Steindór Gunnar hefur frá árinu 2015 starfað hjá UNICEF Ísland sem framleiðandi og vörumerkjastjóri, áður var hann hjá Rauða krossinum í Reykjavík sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi.

Sérfræðingur í miðlun menningarsögu - Kristján MímissonKristjan-Mimisson

Kristján lauk doktorsprófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Frá árinu 2018 hefur hann verið þráðarstjóri (e. strand manager) í öndvegisverkefninu Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking við Háskóla Íslands. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands frá árinu 2008.

Sérfræðingur í skráningu - Ólöf Bjarnadóttir Olofbjarnad_1638975926321

Ólöf lauk BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2007og MA í safnafræði við Háskóla Íslands 2020. Frá árinu 2019 hefur Ólöf starfað sem fræðslufulltrúi og sem safnfulltrúi við Hafnarborg, menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar.

Verkefnastjóri sýninga - Bryndís Erla HjálmarsdóttirBryndis_E_Hjalmarsdottir

Bryndís Erla lauk BA í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2001 og meistaranámi í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2005. Frá árinu 2016 hefur Bryndís Erla starfað sem deildarstjóri skráninga í i8 gallerí. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri safnadeildar hjá Listasafni Reykjavíkur 20010-2016.