Fréttir

Nýtt útlit og viðmót í vefverslun safnsins

7.12.2021

Vefverslun Þjóðminjasafnsins hefur fengið nýtt útlit sem gerir verslunina þægilegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini okkar. Í vefversluninni eru um 300 vörur sem hægt er að skoða bæði eftir flokkum og ýmsum tilefnum. Verslunin er aðgengileg bæði á íslensku og ensku.

Þjóðminjasafnið rekur safnbúð auk vefverslunar þar sem aðaláhersla er lögð á minjagripi sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Fyrir jólin bjóðum við úrval af fallegum gjafavörum og jólaskrauti. Sjón er sögu ríkari.