Fréttir

Regnbogabraut: Falin saga sögð með myndlist

7.10.2019

Þriðjudaginn 15. október flytur Dr. Ynda Eldborg erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn Regnbogabraut: Falin saga sögð með myndlist byggir á Regnbogaþræðinum, hinsegin vegvísi á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Regnbogaþráðurinn dregur fram og kveikir spurningar um hinsegin sögu þjóðarinnar frá upphafi til okkar daga.

Til að varpa nýju ljósi á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands og Regnbogaþráðinn fjallar fyrirlesturinn um þrjú ný myndverk eftir þau Hrafnkel Sigurðsson, Logn Draumland og Viktoríu Guðnadóttur sem sýnd eru í samkomusal Neskirkju um þessar mundir og byggja á þemum sem tengjast hinsegin sögu þjóðarinnar og listafólkið dregur fram úr myrkri fortíðar og samtíma. Fyrirlesturinn tengir saman og greinir samtal sögunnar og verka myndlistarfólksins. Sýnigin Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár í Neskirkju er opin til 31. október n.k.

Doktor Ynda Eldborg lauk doktorsprófi frá Safnafræðidedeild University of Leicester á Englandi árið 2010. Grunþáttur rannsóknar hennar var að kanna hvernig menningarleg verðmæti verða til í sölugalleríum fyrir samtímalist í Kaupmannahöfn, London og Reykjavík. Þennan þráð hefur Ynda þróað áfram í yfirstandandi rannsóknum sínum á sviði hinsegin myndlistar á Íslandi að viðbættri sögu þagnarinnar í hinsegin listasögu þjóðarinnar sem sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78 (31.05. – 18.08.2019) dró fram á afgerandi hátt.

Verið öll velkomin.