Fréttir

Samferða í sumar

Sumardagskrá Þjóðminjasafns Íslands

26.6.2020

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í safnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í sumar bjóðum við gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. 

Hægt er að ganga um safnið án fylgdar, taka þátt í fjölskylduviðburðum eða fá leiðsögn hjá sérfróðu starfsfólki. Börn og fjölskyldur eru sérstaklega boðin velkomin á safnið með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. Allar upplýsingar um viðburði safnsins er að finna hér á síðunni samferða í sumar. Verið velkomin samferða í sumar.