Fréttir

Samskiptastjóri

Markaðs- og kynningarmál

24.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf samskiptastjóra. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og áhuga til að stýra markaðs- og kynningarmálum Þjóðminjasafns Íslands.

Samskiptastjóri tilheyrir fjármála- og þjónustusviði með starfsstöð á Suðurgötu 41, Reykjavík. Fjármála- og þjónustusvið hefur umsjón með fræðslu og miðlun á menningartengdu efni. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk, almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum.

Helstu verkefni eru:

· Umsjón með markaðs- og kynningarmálum

· Öflun og viðhald tengsla við fjölmiðla, ferðamálaiðnaðinn, menningar- og atvinnulíf

· Umsjón með samfélagsmiðlum

· Frétta- og greinaskrif

· Samskipti við auglýsingastofur, hönnuði, prentsmiðjur og öflun tilboða

· Vinna við útgáfu í samvinnu við sérfræðinga safnsins

· Þátttaka í öðrum verkefnum á fjármála- og þjónustusviði

Menntunar og hæfiskröfur:

· Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi

· Reynsla af markaðs- eða kynningarstörfum

· Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga

· Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

· Góð almenn tölvufærni

· Skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót

· Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi

Sótt er um starfið hér.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021. Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst. 

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gunnarsdóttir í s. 864-7900,  netfang: thorbjorg@thjodminjasafn.is og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í s. 864-4186, netfang (hildur@thjodminjasafn.is).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.